Frumkvöðlasetur

Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur nokkur frumkvöðlasetur. Markmið frumkvöðlasetranna er að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun og framþróun viðskiptahugmynda.

Hvað felst í því að vera á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands?

  • Leiga á skrifstofu- og/eða rannsóknaraðstöðu gegn vægu gjaldi og aðgangur að fundaaðstöðu
  • Aðstaða fyrir verkstæði, rannsóknir og frumgerðasmíði (Fab Lab, stafræn smiðja)
  • Fagleg ráðgjöf og stuðningur frá sérfræðingum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
  • Skapandi umhverfi og öflugt tengslanet 
  • Fræðslufyrirlestrar og upplýsingagjöf um þætti sem skipta máli í frumkvöðlaumhverfinu


Nánari upplýsingar um setrin

Akureyri - frumkvöðlasetur - Nýjasta viðbótin í flóru frumkvöðlasetranna okkar VERK SMIÐJAN við Glerárgötu á Akureyri.  

Keldnaholt - Frumkvöðlasetrið á Keldnaholti í Reykjavík byggir á áralangri reynslu og þekkingu sem gefur fyrirtækjum á setrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands mikilvægt forskot

Kím Medical Park - Frumkvöðlasetur fyrir fyrirtæki í heilbrigðistækni og skyldum greinum. Kím Medical Park er staðsett í höfuðstöðvum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Keldnaholti í Reykjavík

Hlemmur - Setur skapandi greina er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar. Þrjú svæði mynda setur skapandi greina á Hlemmi, Gasstöðin, Hellirinn og Tónlistarklasinn. Þar starfa frumkvöðlar að verkefnum á sviðum skapandi greina

Kveikjan - Frumkvöðlasetrið Kveikjan er rekin í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ og er staðsett að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði

Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar - Landsamband fatlaðra, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskólans í Reykjavík og fleiri aðila. 

Hús sjávarklasans - Hús sjávarklasans er samstarfsverkefni Eimskipa, Icelandair Cargo, Brims, Mannvits, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Húss sjávarklasans

FRUSS - Frumkvöðlasetrið FRUSS á Selfossi er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og SASS, samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Hugheimar - Frumkvöðlasetrið Hugheimar í Borgarnesi er rekið í samstarfi KPMG, Borgarbyggð, Arion Banka, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fleiri aðila.

Íshúsið í Hafnarfirði - Þar eru leigðar úr misstórar vinnustofur og verkstæði til einyrkja og smærri fyrirtækja í skapandi greinum.

Nordic Innovation House - frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, staðsett í Kísildal í Kaliforníu.

Frumkvöðlasetur á Seyðisfirði, Öldugata - setur fyrir frumkvöðla og listamenn.

Frekari upplýsingar

Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri er rekstrarstjóri frumkvöðlasetra. Þeir sem hafa áhuga á að fá aðstöðu í frumkvöðlasetrum er bent á að hafa samband við Sigríði Ingvarsdóttur á netfangið si@nmi.is.