/media/13046/jard2.jpg

Rannsóknir og ráðgjöf


Hagnýtar rannsóknir og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu, efnistækni, efnagreininga og orku 

Tæknirannsóknir og ráðgjöf

Rannsóknadeildir Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands vinna að hagnýtum rannsóknum og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu, efnistækni, efnagreininga og orku. Sérfræðingar Nýsköpunarmiðstöðvar hafa mikla reynslu af samstarfi með fyrirtækjum um þróun á nýrri tækni eða vöru. Nýsköpunarmiðstöð sér um rannsóknir og tækniþróun í samvinnu við fyrirtæki og aðra innlenda og erlenda samstarfsaðila og nýtur atvinnulífið góðs af afrakstri þeirra. Einnig sinnir Nýsköpunarmiðstöð þjónusturannsóknum af ýmsu tagi, tjónagreiningu og öðrum prófunum og gefur út ýmis rit, þar á meðal svonefnd Rb-blöð sem til margra ára hafa verið nýtt í byggingariðnaði til viðmiðunar um viðhald og gerð mannvirkja.